Vegna veðurs og lokunar á Vatnaleið er íbúafundi í Stykkishólmi frestað til kl. 18.
Boðað er til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem kosið verður um þann 26. mars næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Íbúar eru hvattir til þess að mæta á fundina og kynna sér álit samstarfsnefndar og kynningarefni hér á vefsíðunni.
Íbúafundir verða haldnir mánudaginn 14. mars á eftirfarandi stöðum:
Fundunum verður einnig streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Þátttakendur í fundarsal og þeir sem fylgjast með rafrænt geta sent spurningar til samstarfsnefndar í gegnum samráðsforritið menti.com og einnig verður hægt að koma ábendingum og fyrirspurnum á framfæri í fundarsal.
Á menti.com er hægt að gefa spurningum annarra atkvæði til að færa þær framar í röðinni eða skrá inn nýja spurningu. Einnig verður boðið upp á hnitmiðaðar spurningar úr sal.