Íbúafundir voru haldnir í sveitarfélögunum í gær og var mæting góð á báða fundi. Vegna veðurs tafðist það að fundafært yrði í Stykkishólmi um hálftíma en þrátt fyrir það komu fjölmargir gestir til fundarins í Stykkishólmskirkju auk þess sem hægt var að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu frá kirkjunni. Að loknum stuttum ávörpum frá Hrafnhildi Hallvarðsdóttur og Jakobi Björgvini Jakobssyni fór Róbert Ragnarsson ráðgjafi nefndarinnar yfir helstu atriði sameiningartillögu sameiningarnefndar sveitarfélaganna og í kjölfarið var opnað fyrir spurningar úr sal og frá áhorfendum í streyminu.
Kynningarglærur má nálgast hér.
Umræður voru góðar og veittu svör við spurningum sem fram komu. Fundur hófst á Skildi kl. 20 og var mæting góð. Guðrún Reynisdóttir bauð fundargesti velkomna og Jakob Björgvin tók svo við stjórn fundarins og ávarpaði gesti. Róbert kynnti aftur helstu atriði líkt og í Stykkishólmskirkju og eftir það var opnað fyrir umræður. Góðar umræður urðu á fundinum og lauk fundi um hálf tíu. Fundarmenn á báðum fundum voru sáttir við vinnu sameiningarnefndar og lögðu áherslu á að allir íbúar nýttu sér kosningaréttin á kjördag.
Þess má geta að upptökur frá báðum fundum er að finna á Facebook síðu verkefnisins Breiðfirðingar auk þess sem íbúar eru hvattir til að leggja fram spurningar hér á vefnum.